- Fréttir
- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf og menning
- Flóahreppur
- Hafa samband
- English
- Viðburðadagatal
Fullveldisdaginn 1. desember kl. 20:00 verður haldin Langspilsvaka 2023 í Þingborg. 5. og 6. bekkur í Flóaskóla hafa nýlokið við langspilssmíði undir leiðsögn Eyjólfs Eyjólfssonar og er viðburðurinn bæði verklokahátíð og undirbúningur fyrir þátttöku langspilshópsins á skólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborgarsal Hörpu á næstu vorönn. Sérstakir gestir að þessu sinni eru Sigrún Eðvaldsdóttir, konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitarinnar og söngvarinn og sjónvarpsstjarnan Unnsteinn Manuel.
Forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson, sem er áhugamaður um FabLab-langspilsverkefnið, hefur boðað komu sína á viðburðinn. Tónlistardagskráin tekur um 30 mínútur og að henni lokinni verður boðið upp á léttar kaffiveitingar.
Vonum að sem flestir sæki þennan frábæra menningarviðburð.