Golfklúbbur Selfoss var stofnaður 24. janúar 1971. Fyrsti formaður klúbbsins var Marteinn Björnsson. Fyrsti völlur klúbbsins var við Engjaveg á Selfossi, sex holur.
Veturinn 1985 til 1986 náðist samningur við eigendur Laugardæla, Kaupfélag Árnesinga, um afnot að landi undir golfvöll í landi þeirra að Svarfhóli, austan Selfoss og meðfram Ölfusá. Samningurinn var til 30 ára, sem mönnum þótti á þeim tíma mjög langur leigutími. Það var því á vormánuðum 1986 sem félagar í golfklúbbnum hófu að gera sinn þriðja golfvöll og hófust klúbbfélagar handa við að útbúa teiga, brautir og flatir. Einnig var byggður golfskáli, sem lokið var við að innrétta á næstu árum. Mikið sjálfboðaliðastarf var lagt fram af félagsmönnum og gekk vel að byggja upp völl, hús og aðra aðstöðu á staðnum.
Heimasíða Golfklúbbs Selfoss www.gosgolf.is
