Foreldrar barna og ungmenna á aldrinum frá og með 5 ára og að upp að 18 ára aldri sem lögheimili eiga í Flóahreppi geta sótt um hvatagreiðslur.
Hvatagreiðslum er ætlað að greiða niður æfingar- eða þátttökugjöld og styðja við að foreldrar/forráðamenn barna og ungmenna í Flóahreppi geti boðið börnum sínum að stunda skipulagða íþrótta- lista- og tómstundaiðkun innan eða utan sveitarfélags.
Skilyrði fyrir niðurgreiðslu á þátttökugjöldum er að um sé að ræða eitt af eftirtöldu:
- Skipulagt starf sem stundað er undir leiðsögn þjálfara eða leiðbeinenda og nær yfir eina önn eða að lágmarki 10 vikna samfellt tímabil. Þetta á t.d. við um allt íþróttastarf sem stundað er á vegum viðurkenndra íþróttafélaga, dans í dansskólum, listgreinar, reiðnámskeið og skátastarf. Einnig nær þetta yfir skipulögð sumarnámskeið sem eru að lágmarki 10 skipti.
- Skipulagt tónlistarnám hjá tónlistarskólum sem eru viðurkenndir af menntamálaráðuneyti.
- Skipulögð námskeið fyrir börn og ungmenni sem stuðla t.d að sjálfsstyrkingu og bættri líðan.
- Kort í líkamsræktarstöð sem skráð eru á kennitölu barns.
- Keppnisferðir ef barn eða ungmenni hefur ekki nýtt hvatastyrk í annað á tímabilinu.
Að öðru leyti veitir sveitarfélagið Flóahreppur ekki styrki til keppnisferða.
Starfsemi sem ekki telst styrkhæf er starfsemi trúfélaga, önnur en kórastarf, og annarra lífsskoðunarfélaga, stjórnmálasamtaka og lengd viðvera eftir skóla.
Greiðslur skulu að hámarki nema þeirri upphæð sem sveitarstjórn ákveður á hverjum tíma.
Sjá nánar í reglum um hvatagreiðslur:
Reglur um hvatagreiðslur
Hér fyrir neðan er hægt að senda inn umsókn um hvatagreiðslur. Sækja þarf um fyrir 1. apríl fyrir hverja vorönn og fyrir 1. nóvember fyrir hverja haustönn.