- Fréttir
- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf og menning
- Flóahreppur
- Hafa samband
- English
- Viðburðadagatal
Finna má ýmsa afþreyingarmöguleika og þjónustu eins og gistingar, söfn og handverkshús, ferðamannafjárhús o.fl.. Það er því óhætt að segja að Flóahreppur sé lifandi samfélag með fjölbreytt mannlíf sem býður upp á mikla afþreyingu, fjölda viðburða og samkoma, nýjar hefðir og rótgrónar. Þjóðtrúin lifir í örnefnum og sögnum. Ein af Íslendingasögunum, Flóamanna saga, varðveitir minningu svæðisins sem einnig er paradís fyrir fuglalífs- og náttúruunnendur.
Í Flóahreppi má finna margvíslega gistimöguleika og ættu allir að finna eitthvað sem hæfir þeirra þörfum. Sveitarfélagið er einstaklega vel staðsett og stutt í helstu náttúruperlur á Suðurlandi og er því ákjósanlegur áfangastaður.
Tré og list