Félagslundur

 
 

Félagsheimilin Þingborg og Félagslundur í Flóahreppi bjóða upp á ákjósanlega aðstöðu fyrir hvers kyns viðburði, s.s. veisluhöld, fundi, námskeið, ráðstefnuhald, ættarmót og aðra mannfagnaði. Einnig er hægt nýta sali félagsheimilanna til íþróttaiðkunar.

Félagsheimilin eru vel útbúin og vel staðsett í nágrenni Selfoss.

Pantanir og fyrirspurnir hjá Ingibjörgu í síma 691-7082, virka daga á milli 9:00-16:00, en einnig hægt að senda fyrirspurnir á thingborg@gmail.com og er þeim svarað eins fljótt og kostur er. 

 


Í félagsheimilinu Félagslundi er góð aðstaða í friðsælu umhverfi og miklu víðsýni.
 
Salurinn er hlýlegur og tekur allt að 180 manns í sæti. Einnig er minni hliðarsalu sem hægt er að nýta fyrir litla viðburði.
Sýningartjald 3×3 m og þráðlaus nettenging er til staðar. Hljóðkerfi er til staðar sem hentar fyrir fundi og veislur.
Veislueldhús með góðum búnaði, m.a. stórum gufuofni, kælum og fleiru.
Leyfi fyrir 70 manns í gistingu.
Húsið er leigt fyrir fundi, veislur, ættarmót og aðra viðburði.

Dúkaleiga er á staðnum en dúkar eru leigðir af Kvenfélagi Gaulverjabæjarhrepps

 

Verið velkomin í Félagslund