Vetrarstarf Umf. Þjótanda 2024-2025
Æfingatímar verða eftirfarandi veturinn 2024-2025:
- Æfingar fyrir 2.– 4. bekk verða á föstudögum innan stundatöflu Flóaskóla, hefjast eftir hádegismat og eru til kl. 13:45. Æfingarnar verða fyrst um sinn haldnar á íþróttasvæðinu við Flóaskóla en færast yfir í Þingborg þegar veður versnar. Þjálfari Örvar Rafn Hlíðdal. Fyrsta æfing 30. ágúst
Skráning fyrir veturinn þarf að berast fyrir fyrstu æfingu á netfangið orvar@floaskoli.is
- Æfingar fyrir 5.–7. bekk verða í Þingborg á þriðjudögum. Rúta keyrir frá Flóaskóla kl 13:40 og æfingunni líkur kl 15:30. Foreldrar sækja í Þingborg. Þjálfari Guðmunda Bríet Steindórsdóttir og Hanna Dóra Höskuldsdóttir. Fyrsta æfing 3. september.
Skráning fyrir veturinn þarf að berast fyrir fyrstu æfingu á netfangið gudmunda@floaskoli.is svo hægt sé að skipuleggja akstur.
- Æfingar fyrir 8.-10. bekk verða í Þingborg á þriðjudögum frá 16:00-17:30. Þjálfari Guðmunda Bríet og Hanna Dóra Höskuldsdóttir. Foreldrar keyra og sækja. Fyrsta æfing 3. september.
Á Þjótandaæfingum verða stundaðar fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar í bland við leiki og frjálsar íþróttir. Foreldrar eru hvattir til að skiptast á um akstur til og frá æfingum.
Allar íþróttaæfingar Umf. Þjótanda eru gjaldfrjálsar, en foreldrar eru hvattir til að greiða árgjald félagsins þegar það verður innheimt.
Formaður:
Guðmunda Bríet Steindórsdóttir
Hrygg 2
S. 787-2806
Netfang: gbriets@gmail.com
Gjaldkeri:
Harpa Magnúsdóttir
Oddgeirshólum, Flóahreppi
S. 848 7713
Netfang: harmagnu@gmail.com
Ritari:
Sveinn Orri Einarsson
Egilsstaðakoti, Flóahreppi
Netfang: sveinn96orri@gmail.com
Varastjórn:
Örvar Rafn Hlíðdal og Hanna Dóra Höskuldsdóttir
Formaður skemmtinefndar: Freyja Kristín Guðjónsdóttir
Formaður Íþróttanefndar: Bryndís Eva Óskarsdóttir
Ritnefnd: Hallfríður Ósk Aðalsteinsdóttir og Oddný Ása Ingjaldsdóttir
Formaður Einbúanefndar: Einar Magnússon