Með þjónustu við aldraða er stuðlað að því að þeir geti búið við eðlilegt heimilislíf svo lengi sem unnt er.
Matur fyrir eldri borgara í Flóahreppi
Í Flóahreppi er boðið upp á mat fyrir eldri borgara. Miðað er við þá sem eru 67 ára á árinu og er maturinn í boði í mötuneyti Flóaskóla í Þjórsárveri.
Boðið er uppá að panta mat ákveðna vikudaga og því hægt að skrá sig 1x í viku og upp í 5x í viku, þá daga sem mötuneytið er opið. Tveir möguleikar eru í boði en það er að sækja matarbakka í mötuneyti Flóaskóla í Þjórsárveri eða borða á staðnum í matsalnum. Sækja skal mat eða borða á staðnum á milli kl. 11:30-12:30.
Gjald fyrir máltíðir fer eftir samþykktri gjaldskrá sveitarstjórnar hverju sinni.
Gjald út árið 2025 er 673 kr. á hvern skammt.
Skráningar fara fram í gegnum ritara Flóahrepps:
Netfang: anna@floahreppur.is
Sími: 480-4370 á milli 9:00-13:00 á virkum dögum.
Á heimasíðu Flóahrepps: Skráning í mat fyrir eldri íbúa SMELLTU HÉR
Mikilvægt er að skrá sig eða gera breytingar fyrir 15. hvers mánaðar vegna komandi mánaðar.
Í Flóahreppi eru reglulega haldin opin hús fyrir íbúa sem eru 60 ára og eldri. Fulltrúar í Öldungaráði Flóaskóla halda utanum það starf.
Fyrir frekari upplýsingar um opin hús er hægt að hringja í Helenu Hólm í Skálatjörn í síma 899-6685 eða Höllu Kjartansdóttur í Ölvisholti í síma 699-0717. Þau eru einnig með Facebook síðu sem heitir 60+ félagsstarf í Flóahreppi.
Velferðarþjónusta Árnesþings
Eldri borgarar eiga rétt á almennri þjónustu sem veitt er hjá Velferðarþjónustu Árnesþings í samræmi við lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og lög um málefni aldraða nr. 125/1999
Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur, standa sameiginlega að Velferðarþjónustu Árnesþings.
Velferðarþjónustan starfar á grundvelli eftirfarandi laga: laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 með síðari breytingum, laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018, laga um málefni aldraðra nr. 125/1999, barnaverndarlaga nr. 80/2002 og viðeigandi reglugerða.
Skrifstofa velferðarþjónustu Árnesþings er í Laugarási.
Heimasíða velferðarþjónustunnar er: www.arnesthing.is
Markmið velferðarþjónustu Árnesþings
-
Auka lífsgæði og stuðla að því að íbúar á starfssvæði Árnesþings eigi kost á að lifa með reisn.
-
Bregðast við fjölbreyttum þörfum einstaklinga, barna og fjölskyldna fyrir velferðarþjónustu með virðingu, samvinnu og samfellu í þjónustu að leiðarljósi.
-
Styðja við og efla samvinnu heimila og stofnanna sem veita velferðarþjónustu í Árnesþingi og stuðla að samvinnu fagfólks á svæðinu.
-
Stuðla að framþróun í velferðarþjónustu og kynna nýjungar með tilliti til sérstöðu hvers málaflokks.
Hreyfiúrræði eldra fólks
Hér má nálgast ýmsar hagnýtar upplýsingar varðandi hreyfiúrræði fyrir fólk á alrinum 60 ára og eldri: https://www.bjartlif.is/