- Fréttir
- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf og menning
- Flóahreppur
- Hafa samband
- English
- Viðburðadagatal
Í Flóahreppi er boðið upp á mat fyrir eldri borgara. Miðað er við þá sem eru 67 ára á árinu og er maturinn í boði í mötuneyti Flóaskóla í Þjórsárveri.
Boðið er uppá að panta mat ákveðna vikudaga og því hægt að skrá sig 1x í viku og upp í 5x í viku, þá daga sem mötuneytið er opið. Tveir möguleikar eru í boði en það er að sækja matarbakka í mötuneyti Flóaskóla í Þjórsárveri eða borða á staðnum í matsalnum. Sækja skal mat eða borða á staðnum á milli kl. 11:30-12:30.
Gjald fyrir máltíðir fer eftir samþykktri gjaldskrá sveitarstjórnar hverju sinni.
Gjald út árið 2024 er 650 kr. á hvern skammt.
Skráningar fara fram í gegnum ritara Flóahrepps:
Netfang: anna@floahreppur.is
Sími: 480-4370 á milli 9:00-13:00 á virkum dögum.
Á heimasíðu Flóahrepps: Skráning í mat fyrir eldri íbúa SMELLTU HÉR
Mikilvægt er að skrá sig eða gera breytingar fyrir 15. hvers mánaðar vegna komandi mánaðar.
Fyrir frekari upplýsingar um opin hús er hægt að hringja í Helenu Hólm í Skálatjörn í síma 899-6685 eða Höllu Kjartansdóttur í Ölvisholti í síma 699-0717. Þau eru einnig með Facebook síðu sem heitir 60+ félagsstarf í Flóahreppi.
Eldri borgarar eiga rétt á almennri þjónustu sem veitt er hjá Velferðarþjónustu Árnesþings í samræmi við lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og lög um málefni aldraða nr. 125/1999
Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur, standa sameiginlega að Velferðarþjónustu Árnesþings.
Velferðarþjónustan starfar á grundvelli eftirfarandi laga: laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 með síðari breytingum, laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018, laga um málefni aldraðra nr. 125/1999, barnaverndarlaga nr. 80/2002 og viðeigandi reglugerða.
Skrifstofa velferðarþjónustu Árnesþings er í Laugarási.
Heimasíða velferðarþjónustunnar er: www.arnesthing.is
Auka lífsgæði og stuðla að því að íbúar á starfssvæði Árnesþings eigi kost á að lifa með reisn.
Bregðast við fjölbreyttum þörfum einstaklinga, barna og fjölskyldna fyrir velferðarþjónustu með virðingu, samvinnu og samfellu í þjónustu að leiðarljósi.
Styðja við og efla samvinnu heimila og stofnanna sem veita velferðarþjónustu í Árnesþingi og stuðla að samvinnu fagfólks á svæðinu.
Stuðla að framþróun í velferðarþjónustu og kynna nýjungar með tilliti til sérstöðu hvers málaflokks.
Hér má nálgast ýmsar hagnýtar upplýsingar varðandi hreyfiúrræði fyrir fólk á alrinum 60 ára og eldri: https://www.bjartlif.is/