Flóaáveitan

Eftirfarandi texti er tekinn úr Aðalskipulagi Flóahrepps 216-2028:

,,Bændur í Flóa höfðu í gegnum aldirnar búið við þá ógn að Hvítá gat flætt yfir bakka sína sunnan við Hestfjall, bæði í vorleysingum en einnig gat hún bólgnað upp í miklum frosthörkum. Þar sem landið er lægst urðu margir bæir umflotnir vatni svo dögum skipti. Þesa erfiðu sambúið við Hvítá máttu Flóamenn sætta sig við allt til ársins 1889 þegar gerð var fyrirhlaðsla við Sandskörðin á Brúnastaðaflötum. Þessi garður stendur enn og með honum var komið í veg fyrir þessi flóð. Í kjölfarið fór að draga verulega úr grassprettu á svæðum sem áðin hafði áður farið yfir en þar sem áin hafði flætt á hverju ári í árhundruð var víst að grasspretta yrði góð um sumarið." (Sigurgrímur Jónsson, Jón Guðmundsson & Páll Lýðsson. (1989). Flóabúið.