Fjör í Flóa

 

Fjölskyldu- og menningarhátíðin Fjör í Flóa í Flóahreppi er haldin ár hvert um mánaðarmótin maí/júní.

Dagskráin hefst á föstudegi og stendur yfir helgina. Alla dagana er boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir alla fjölskylduna, má þar nefna ýmsar uppákomur eins leiksýningar, barnamessa, barnaskemmtun, gönguferð undir leiðsögn, sýningar auk markaða og fjölmargt fleira.

Tónahátíð í Flóahreppi er árviss viðburður og er reynt að halda fjölbreytta viðburði yfir árið. 

Íþrótta- æskulýðs- og menningarnefnd sveitarfélagsins heldur utanum þessa viðburði fyrir hönd sveitarfélagsins í samvinnu við Ungmennafélagið Þjótanda og kvenfélögin.