Stefna og viðbragðsáætlun vegna eineltis, ofbeldis, kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni

Starfsmenn Flóahrepps einsetja sér að sýna samstarfsfólki sínu jákvætt viðmót, gagnkvæma virðingu og kurteisi í öllum samskiptum.

Í jafnréttis- og jafnlaunastefnu og starfsmannastefnu Flóahrepps er lögð áhersla á samvinnu milli starfsmanna á öllum stigum starfseminnar, vellíðan á vinnustað, öryggi, þróun og jafnrétti. Stefna og viðbragðsáætlun þessi er frekari útfærsla á því markmiði. Það er stefna Flóahrepps að starfsmenn vinni í anda samstarfs og sýni þannig samstarfsfólki sínu alltaf kurteisi og virðingu í samskiptum, hvort heldur er á vinnustaðnum eða utan hans.

Einelti, kynbundin og kynferðisleg áreitni og ofbeldi verða undir engum kringumstæðum umborin. Meðvirkni starfsmanna í slíkum tilvikum er jafnframt óásættanleg.

Fyrirmynd af stefnu Flóahrepps er STEFNA SAMBANDS ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA OG VIÐBRAGÐSÁÆTLUN VEGNA EINELTIS, OFBELDIS, KYNFERÐISLEGRAR OG KYNBUNDINNAR ÁREITNI

Upphafleg stefna og viðbragðsáætlun Flóahrepps var send forsvarsmönnum stofnana til yfirlestrar með möguleika á athugsemdum og var fyrst lögð fram á fundi sveitarstjórnar Flóahrepps 13.12.2018. Stefnan var endanlega staðfest í sveitarstjórn Flóahrepps 07.02.2018 og uppfærð og staðfest af sveitarstjórn Flóahrepps í október 2023.

Stefna og viðbragðsáætlun vegna eineltis, ofbeldis, kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni