Ert þú að flytja í Flóahrepp?

Skrifstofa Flóahrepps

Aðsetur: Þingborg
Sími: 480-4379
Netfang: floahreppur@floahreppur.is 
Heimasíða: www.floahreppur.is 

Skrifstofa Flóahrepps er í Félagsheimilinu Þingborg. Þar eru einnig fundasalur sveitarstjórnar.

Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudaga frá klukkan 9:00 til 16:00 og föstudaga frá klukkan 9:00 til 13:00.

Símatími skrifstofunnar er mánudaga – föstudaga frá 9:00 – 13:00.

Flutningstilkynning

Tilkynna skal um flutning á vef Þjóðskrár Íslands

Ætlar þú að byggja?

Skipulagsnefnd og byggingarnefnd er sameiginleg fyrir Uppsveitir Árnessýslu og Flóahrepp. 

Embætti bæði skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa er staðsett á Laugarvatni, Dalbraut 12.

Heimasíða skipulags- og byggingafulltrúa Uppsveita Árnessýslu er https://www.utu.is/

Hiti og rafmagn

Vatnsveita Flóahrepps sér um rekstur og framkvæmdir við kaldavatnsveitu Flóahrepps. Þjónustusvæði Vatnsveitu Flóahrepps er í Flóahreppi og er hlutverk hennar að tryggja notendum aðgang að köldu vatni. Umsóknir um nýtengingar má finna hér á síðunni undir Vatnsveitu og þar má einnig finna vaktsíma vatnsveitu. 

Hitaveita Hraungerðishrepps sér um rekstur og framkvæmdir hitavatnsveitu en hitaveitan nær einungis til efri hluta sveitarfélagsins. Hluti sveitarfélagsins telst vera kalt svæði. Einnig er hitaveita Áshildarmýrar staðsett á sveitarfélagamörkum Flóahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps og hafa einhverjir íbúar og fyrirtæki valið að tengjast henni. 

Rafmagn – RARIK og Orkusalan

Félagsheimilið Þingborg 

Félagsheimilið Félagslundur

Skóla – og velferðaþjónusta Árnesþings

Leikskólinn Krakkaborg í Flóahreppi

Flóaskóli í Flóahreppi

Fjölbrautaskóli Suðurlands