Kynningarfundir vegna framkvæmda

Viðburðir á næstunni

Landsvirkjun boðar til kynningarfunda fyrir íbúa í
Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi dagana
19. og 20. nóvember nk.


Sveitarfélögin tvö hafa nú veitt framkvæmdaleyfi vegna
Hvammsvirkjunar og vindorkuvers við Vaðöldu.
Á fundunum verður farið yfir helstu framkvæmdir Landsvirkjunar
í sveitarfélögunum á næstunni. Þá munu fulltrúar Vegagerðarinnar
einnig skýra frá áformum um framkvæmdir sínar. 

 

Rangárþing ytra
Kynningarfundurinn verður haldinn á Landhóteli við Landveg
þriðjudaginn 19. nóvember kl. 17:30.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Kynningarfundurinn verður haldinn í Árnesi við Þjórsárdalsveg
miðvikudaginn 20. nóvember kl. 17:30. 

 

Landsvirkjun vonast til að sjá sem flesta íbúa á fundunum.
Á þeim framkvæmdatíma sem nú er að renna upp verður
ítarleg upplýsingagjöf leiðarljós okkar, bæði á fundum og
á vef Landsvirkjunar.