17. júní í Flóahreppi

Viðburðir á næstunni

 

 


Lofsöngur - þjóðsöngur Íslendinga

 


Kvenfélög í Flóahreppi, Ungmennafélagið Þjótandi og sveitarfélagið Flóahreppur bjóða íbúum og öðrum áhugasömum upp á dagskrá á Þjóðhátíðardaginn.

 

Við hvetjum íbúa og fyrirtæki til þess að flagga íslenska fánanum í tilefni dagsins. Sveitarstjóri Flóahrepps mun heimsækja íbúa sem verða 90 ára á árinu eða eru eldri en 90 ára.

Hátíðardagskrá fer fram á útivistarsvæði Þjótanda í Einbúa og hefst dagskráin með fótboltamóti Þjótanda kl. 14:00. Keyrt er upp Oddgeirshólaveg, ekið hægra megin við klettana og þar er aðkoman að svæðinu. 

Lýðveldið Ísland á 80 ára afmæli 17. júní í ár og af því tilefni býður Forsætisráðuneytið upp á bollakökur en að auki færir ráðuneytið landsmönnum bókina ,,Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær" og verða eintök af bókinni á hátíðarhöldunum í Einbúa. Sveitarfélagið býður upp á kaffi og svaladrykki en gestir eru einnig hvattir til að hafa með sér veitingar til að skapa lautaferðarstemmningu.

Dagskrá dagsins má sjá hér: