Inneignarkort í Hrísmýri

Inneignarkort á söfnunarstöð ÍGF í Hrísmýri á Selfossi

Fasteignaeigendur í Flóahreppi þurfa að nálgast inneignarkort/klippikort til að nýta á söfnunarstöð ÍGF í Hrísmýri á Selfossi. 

Flóahreppur afhendir öllum fasteignaeigendum sem greiða sorpeyðingargjald / fast gjald í sveitarfélaginu inneignarkort sem má nota á söfnunarstöð Íslenska gámafélagsins í Hrísmýri á Selfossi. Klippt er í kortið fyrir hver 50 kg af úrgangi sem komið er með á söfnunarstöð og er inneignin alls 500 kg á árinu 2024.

Inneignin á kortinu árið 2024 er:

  • Íbúðarhúsnæði og frístundahúsnæði 10*50 kg = 500 kg á ári
  • Atvinnurekstur / iðnaðarlóðir 10*50 kg = 500 kg á ári
  • Atvinnurekstur / lögbýli 10*50 kg = 500 kg á ári

Starfsmaður á söfnunarstöð vigtar þyngd úrgangs við komu og klippir í viðeigandi fjölda reita á kortinu. Ávallt er klippt í a.m.k. einn reit þó að þyngdin nái ekki 50 kg.

 

Eftirfarandi skilmálar gilda um kortin:

  • Kortin eru eingöngu til afhendingar á skrifstofu Flóahrepps á opnunartíma skrifstofu.
  • Allir fasteignaeigendur sem greiða sorpeyðingargjald / fast gjald hafa kost á að fá kort.
  • Sveitarstjórn ákveður inneign ár hvert.
  • Inneign á korti færist ekki á milli ára.
  • Glötuð kort má tilkynna til skrifstofu sveitarfélagsins.
  • Finnist kort má koma því á skrifstofu sveitarfélagsins.
  • Eitt kort er gefið út á hvert fasteignanúmer sem greiðir fast sorpeyðingargjald. Ef fasteign hefur fleiri en einn skráðan eiganda er ekki hægt að fá fleiri kort.
  • Hægt er að fá nýtt kort á skrifstofu ef kort glatast gegn 5000 kr. gjaldi. Við afhendingu á nýju korti er klippt í fjölda reita útfrá því hvenær nýtt kort er sótt. Dæmi: Ef kort er sótt í apríl er klippt í 3 reiti fyrir janúar, febrúar og mars. Starfsmenn á söfnunarstöð geta séð fjölda skipta sem eigandi hefur komið á árinu til að útiloka að um misnotkun á kortum sé að ræða.
  • Ekki er hægt að fá nýtt kort eftir að hitt kortið klárast. Greiða skal á söfnunarstöð skv. gjaldskrá þeirra eftir að kort klárast.
  • Kort skal fylgja fasteign og afhendast nýjum eigendum við eigendaskipti.
  • Ef kort eru sótt af þriðja aðila skal ritað umboð fylgja frá eiganda þegar kortið er sótt.

Skilmálar geta breyst eftir ákvörðun sveitarstjórnar. Uppfærðir skilmálar verða birtir á heimasíðu sveitarfélagsins www.floahreppur.is