Mynd: ÓIÓ
Vetrarþjónusta innan Flóahrepps er samkvæmt viðmiðunarreglum um snjómokstur yfir jól og áramót.
- Á aðfangadag og gamlársdag er ekki mokað lengur en til 14:00 ef mokstur er í gangi
- Á jóladag og nýársdag er engin mokstursþjónusta á vegum sveitarfélagsins
- Vegagerðin sinnir vetrarþjónustu innan Flóahrepps skv. eftirfarandi um jól og áramót: Þjónusta Vegagerðarinnar um jól og áramót 2024
- Upplýsingavefurinn www.umferdin.is er uppfærður allan sólarhringinn
Við hvetjum vegfarendur til að fara varlega og fylgjast vel með veðurspám og ástandi á vegum áður en lagt er af stað.