Verkefnastjóri verklegra framkvæmda í Flóahreppi

Sveitarfélagið Flóahreppur óskar eftir því að ráða starfsmann til að sinna verkefnastjórn á verklegum framkvæmdum hjá sveitarfélaginu.

Starfsmaður mun heyra undir sveitarstjóra og vinna náið með framkvæmda- og veitunefnd, starfsmönnum á fasteignasviði og verktökum í vatnsveitu Flóahrepps.

Athygli er vakin á að um nýtt starf er að ræða og mun starfsmaður því taka þátt í mótun starfsins.

 
Helstu verkefni og ábyrgð

Meðal helstu verkefna eru gerð verk- og kostnaðaráætlana, verkefnastjórn, stjórnun viðhalds- og nýframkvæmda í samráði við fasteignasvið, eftirlit með hönnun og framkvæmdum, rekstur og verkefni vatnsveitu ásamt samskiptum við opinbera aðila.

 
Menntunar- og hæfniskröfur

• Góð hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund.
• Verk- tækni- eða byggingafræðimenntun eða önnur menntun/reynsla sem nýtist í starfi.
• Reynsla af verkefnastjórnun og áætlunargerð.
• Reynsla af stjórnun kostur.
• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
• Góð íslenskukunnátta nauðsynleg.

 

Fríðindi í starfi

Sveigjanlegt vinnuumhverfi / heimaskrifstofa þegar við á.

 

Sótt er um starfið á Alfreð: https://alfred.is/starf/verkefnastjori-verklegra-framkvaemda-1