Vel sóttur íbúafundur var haldinn í Þingborg þar sem annar hluti við mótun atvinnustefnu fyrir neðri hluta Árnessýslu var fundarefnið. Á fundinum var horft til framtíðar og skoðað hvaða verkefni og aðgerðir koma okkur á þann stað sem við viljum vera.
Íbúar tóku virkan þátt í fundinum þar sem unnið var úr þeim þáttum sem komu fram í íbúakönnun sem var lögð fyrir í mars sl. Sjá hér: https://www.floahreppur.is/is/frettir/ibuakonnun-vegna-sameiginlegrar-atvinnumalastefnu-floahrepps-hveragerdis-og-arborgar
Í framhaldinu af íbúafundinum mun verkefnastjórn um sameiginlega atvinnustefnu vinna úr þeim gögnum sem hafa safnast saman og er stefnt að því að sameiginleg atvinnustefna fyrir neðri hluta Árnessýslu verði tilbúin í desember 2024.

