- Fréttir
- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf og menning
- Flóahreppur
- Hafa samband
- English
- Viðburðadagatal
Um síðustu helgi gaf stjórn afréttarmálafélags Flóa og Skeiða leyfi til upprekstrar á afrétt. Farið hefur verið með girðingum og búið að taka stöðuna á gróðri á afréttinum og því heimilt að sleppa fé.
Í 8. gr. fjallskilasamþykkta segir eftirfarandi:
,,Reka skal hægt og gætilega og æja svo oft sem þörf gerist. Eigi má að óþörfu reka yfir engjar og aldrei æja í slægjulöndum. Eigi má skilja fé eftir í heimalöndum sem um er farið, nema brýn þörf sé til sökum þess að fé sýkist á leiðinni en þá skal láta vita um það og beðið fyrir féð á næstu bæjum. Eigi má heldur hleypa óviðkomandi fé saman við rekstra. Fari fé saman við reksturinn og rekstrarmenn geta ekki skilið það frá, skal leita aðstoðar af næstu bæjum, ef í byggð eru, og er öllum skylt að veita rekstrarmönnum slíkt lið ókeypis, ef unnt er. Sveitarstjórn ber hverri í sinni sveit, að greiða fyrir rekstrum haust og vor með útvegun áningarstaða og rekstrarleiða."