- Fréttir
- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf og menning
- Flóahreppur
- Hafa samband
- English
- Viðburðadagatal
Reglur um hvatagreiðslur í Flóahreppi hafa verið uppfærðar og samþykktar í sveitarstjórn.
Helstu breytingar eru þær að nú fellur tónlistarnám í tónlistarskólum sem eru viðurkenndir af Mentnamálaráðuneyti undir reglurnar ásamt því að möguleiki er á því að sækja um hvatagreiðslur fyrir keppnisferðir ef barn/ungmenni er ekki að nýta styrkinn í annað á tímabilinum
Nýjar reglur eru aðgengilegar hér: Reglur um hvatagreiðslur í Flóahreppi
Athugið að umsóknum skal skila RAFRÆNT í gegnum heimasíðu Flóahrepps og hefur umsóknarferlið verið uppfært í takti við nýjar reglur.
Umsóknarfrestur fyrir haustönn er til 1. nóvember. Athugið að skv. nýjum reglum má skila inn umsókn fyrir haust og vorönn sé upphæð á greiðslukvittun vegna skráningargjalda fyrir allt tímabilið jafnhá eða hærri en samþyktkar hvatagreiðslur fyrir tímabilið.
Sveitarstjórn samþykkti jafnframt á fundi sínum að greiðslur verða sömu og áður eða 30.000 fyrir hvort tímabil eða alls 60.000 kr á barn/ungmenni á ári.