Undankeppni USSS í Flóaskóla

Ásta Björg Jónsdóttir sigurvegari í undankeppni USSS
Ásta Björg Jónsdóttir sigurvegari í undankeppni USSS

Eftir nokkurt hlé er Flóaskóli að taka þátt í sönkeppni Samfés á Suðurlandi.

Það er Hafdís Gígja kennari við Flóaskóla sem á heiðurinn af því að endurvekja þátttöku skólans en hún hefur frá því á haustönn verið með val á elsta stigi til að undirbúa þátttakendur.

Undankeppni Zone og Flóaskóla fyrir söngvakeppnina fór fram 3. mars. Dómnefnd skipuðu þau Aldís Þórunn Bjarnardóttir sem hefur m.a. verið í Sunnlenskum röddum og er virkur meðlimur í Jórukórnum, Halldór Bjarnason, gítarleikari, hann er einn af fyrstu meðlimum félagsmiðstöðvarinnar Zone og Íris Hanna Björnsdóttir en hún hefur verið í söng og tónlist alla tíð. Fjögur atriði tóku þátt. Ásta Björg Jónsdóttir söng lagið From the start eftir Laufey, Hugrún Lísa Guðmundsdóttir Johnsen söng lagið My way eftir Frank Sinatra, Hróar Indriði Dagbjartsson söng lagið Counting stars með hljómsveitinni OneRepublic og loks sungu þær Ásta Björg og Hugrún Lísa saman lagið Show yourself úr teiknimyndinni Frozen 2. Höfundar lags eru Idina Menzel og Evan Rachel Wood.

Allir þátttakendur stóðu sig með prýði og skiluðu sínum lögum mjög vel, en það var Ásta Björg sem stóð uppi sem sigurvegari. Hún mun því keppa fyrir hönd Flóaskóla og félagsmiðstöðvarinnar Zone á USSS sem fram fer í Njálsbúð þann 14. mars næst komandi en þar koma fulltrúar félagsmiðstöðva á Suðurlandi og keppa um þrjú sæti í úrslitakeppni Samfés sem fer fram í vor.