Umsóknir um menningarstyrk 2025

Árlega er veittur styrkur til menningarmála í sveitarfélaginu skv. gildandi reglum um úthlutun. Styrkurinn getur allur fallið til eins aðila eða deilst niður á fleiri aðila skv. ákvörðun sveitarstjórnar. 

Styrkir verða veittir til verkefna innan Flóahrepps sem falla að reglum sveitarfélagsins.

Umsóknum skal skila á skrifstofu Flóahrepps fyrir 15. apríl eða á netfangið floahreppur@floahreppur.is.

Úthlutanir verða veittar í tenglum við Fjör í Flóa í vor.

Sjá nánari reglur um úthlutun menningarstyrks á heimasíðu Flóahrepps: https://www.floahreppur.is/static/files/Reglur/rett_reglur-um-uthlutun-styrks-til-menningarmala-i-floahreppi.pdf