- Fréttir
- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf og menning
- Flóahreppur
- Hafa samband
- English
- Viðburðadagatal
Á hátíðarhöldum þann 17. júní næstkomandi verða veitt umhverfisverðlaun fyrir lögbýli og fyrirtæki í Flóahreppi.
Hér má skila inn nafnlausum tilnefningum:
Tilnefning til umhverfisverðlauna 2023
Við val á aðilum varðandi umhverfisverðlaun er hægt að hafa margt til hliðsjónar, má þar m.a. nefna þetta:
Fyrirtæki og stofnanir:
Húsakosti vel við haldið.
Aðkeyrsla og aðkoma í góðu lagi.
Girðingar snyrtilegar og vel við haldið.
Frumkvæði í upplýsinga- og fræðslumálum varðandi umhverfismál.
Einstaklingar og eða félagasamtök:
Hafa skarað fram úr í umhverfismálum og sýnt það í verki.
Frumkvæði í upplýsinga- og fræðslumálum varðandi umhverfismál.
Frumkvæði í skógrækt, trjárækt eða uppgræðsluverkefnum.
Hafa sinnt hreinsunarverkefnum eða hvatt til átaka til að fegra umhverfið.
Heimili:
Húsakosti vel við haldið.
Þurrt og hreint umhverfis húsakost.
Heimreiðum og aðkeyrslu vel við haldið, holulausir og hreinir kantar.
Girðingar snyrtilegar og vel við haldið.
Vélar og áhöld á ákveðnum stað, uppraðað á snyrtilegan hátt.
Vel hirtur heimagarður, skjólbelti eða skógarreitir.
Almenn snyrtimennska og alúð sýnileg við að fegra umhverfið.
Við hvetjum íbúa til þess að senda inn tilnefningar á formann umhverfis- og samgöngunefndar: Jakob Nielsen Kristjánsson kobbikr@gmail.com