Þakkir til Sigurðar Ólafssonar skólabílstjóra

Þann 3. júní síðastliðinn fór Sigurður Ólafsson skólabílstjóri sína síðustu formlegu ferð með nemendur Flóaskóla. 

Sigurður hefur starfað í fjöldamörg ár sem skólabílstjóri, fyrst fyrir Hraungerðishrepps og svo Flóahrepp. Hann hefur sinnt skólaakstri frá því Flóaskóli var stofnaður árið 2004, eða í 20 ár, en heildar starfsævi hans sem skólabílstjóri er nær 40 árum. 

Sveitarfélagið Flóahreppur færir Sigurði Ólafssyni hér með kærar þakkir fyrir farsæla starfsævi hjá sveitarfélaginu.