Stóri plokkdagurinn!

Umhverfisnefnd Flóahrepps hvetur íbúa og aðra áhugasama til þess að plokka í Flóahreppi næstu daga í tengslum við Stóra plokkdaginn sem haldinn er um allt land sunnudaginn 27. apríl. Það er af nægu að taka eftir veturinn og öll viljum við að sveitarfélagið okkar sé snyrtilegt og laust við fjúkandi rusl á víðavangi.

Hægt er að taka þátt í léttum leik með því að taka skemmtilega mynd af plokki og senda á Helenu Hólm fulltrúa í umhverfis- og samgöngunefnd Flóahrepps á netfangið info@skalatjorn.is.

Veitt verða verðlaun á Fjöri í Flóa fyrir þá mynd sem þykir skara framúr á einhvern hátt!

Hægt er að skilja eftir lokaða ruslapoka næstu daga og út sunnudaginn 27. apríl. Pokar skulu settir við sorptunnurnar í Félagslundi og Þingborg og sjá starfsmenn sveitarfélagsins um að koma úrgangi á réttan stað.

Tökum öll þátt í að fegra umhverfið okkar!

Facebooksíða verkefnisins er hér: https://www.facebook.com/StoriPlokkdagurinn/?locale=is_IS 

Umhverfisnefnd Flóahrepps