Þriðjudaginn 24. október er boðað til kvennaverkfalls en þá eru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf. Vegna þessa verður breyting á starfsemi stofnanna sveitarfélagsins enda starfsfólk sveitarfélagsins að stærstum hluta konur.
Flóaskóli
Öll kennsla fellur niður í Flóaskóla og frístund verður einnig lokuð.
Leikskólinn Krakkaborg
Öll kennsla og starfsemi leikskólans Krakkaborgar fellur niður.
Skrifstofa Flóahrepps
Móttaka á skrifstofu Flóahrepps verður lokuð þennan dag og síminn lokaður.