Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings óskar eftir þjónustufulltrúa
07.02.2024
Hulda Kristjánsdóttir
Laust er til umsóknar staða þjónustufulltrúa hjá Skóla- og velferðarþjónusut Árnesþings, 50% starf. Þjónustufulltrúi sér um símsvörun og hefur umsjón með móttöku og skráningu tilvísana, umsókna og annarra gagna. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. mars eða eftir samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- · Símsvörun og móttaka tilvísana, umsókna og annarra gagna
- · Aðstoð við skjalavistun og skráningu í skjalavistunarkerfi
- · Uppfæra upplýsingar á heimasíðu í samráði við deildarstjóra
- · Pantanir og innkaup á almennum skrifstofuvörum
- · Aðstoða við útprentun, ljósritun og annað sem til fellur fyrir starfsmenn
Menntunar- og hæfniskröfur
- · Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
- · Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
- · Skipulagshæfni, sjálfstæði og frumkvæði
- · Góð almenn tölvukunnátta
- · Góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti