Í ljósi rauðra veðurviðvarana í dag og í fyrramálið má búast við skertri þjónustu hjá sveitarfélaginu á meðan veðurofsinn gengur yfir.
Heimkeyrslu úr Flóaskóla var flýtt í dag og leikskólinn Krakkaborg lokar fyrr. Sjá tilkynningar frá skólastjórnendum til foreldra/forráðamanna.
Í fyrramálið er áframhald á rauðum viðvörunum á milli 8:00-13:00 og líkur á röskun á skólahaldi.
Skólahald Flóaskóla fellur niður fimmtudaginn 6. febrúar.
Leikskólinn Krakkaborg opnar seinna - foreldrar/forráðamenn fá tilkynningu frà leikskólastjóra.
Skert þjónusta verður á skrifstofu Flóahrepps á meðan rauðar viðvaranir eru í gildi. Hægt er að senda tölvupóst á hulda@floahreppur.is eða hringa í 866-3245.