Samkeppni um götuheiti í nýrri íbúðarbyggð í Þingborg

Á árinu 2025 er gert ráð fyrir því að fara af stað í gatnagerð og fráveitu í nýrri íbúðarbyggð í Þingborg.

Í gildandi deiliskipulagi nýrrar íbúðarbyggðar í Þingborg eru tvær götur sem eru skilgreindar sem gata A og gata B.

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt að efna til samkeppni um nafn á þessum tveimur götum í nýrri íbúðarbyggð í Þingborg.

Tillögum skal skila inn með því að fylla inn í rafrænt form hér: Tillaga um götuheiti í nýrri íbúðarbyggð

Tillögum skal skila fyrir kl. 12:00 föstudaginn 28. mars.

Sveitarstjórn mun velja nöfn á göturnar útfrá innsendum tillögum á fundi sveitarstjórnar þann 1. apríl 2025. Veitt verður viðurkenning fyrir þær tillögur sem sveitarstjórn velur.