Rof í þjónustu ljósleiðara hjá notendum Mílu næstu nótt

Vegna breytinga á landsstreng vegna vegstæðis nýrrar Ölfusárbrúar verður rof á deilum Mílu í tengiveri Flóaljóss í nótt ca. á milli 01:00-02:00.

Framkvæmdirnar ættu ekki að hafa áhrif á notendur hjá öðrum fjarskiptafyrirtækjum.

Ef notendur verða í vandræðum eftir þessar framkvæmdir er þeim bent á að hafa samband við sitt fjarskiptafélag.