- Fréttir
- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf og menning
- Flóahreppur
- Hafa samband
- English
- Viðburðadagatal
Undanfarið hafa landeigendur í kringum Syðri-Sýrlæk, Selpart og þar í kring orðið varir við óskilafé sem gengur um svæðið.
Sveitarfélagið Flóahreppur minnir hér með á skyldu sauðfjárbænda til að smala vandlega heimalönd allra jarða og átti sú smölun að fara fram fyrir skilarétt skv. 28. grein fjallskipasamþykkta fyrir Árnessýslu austan vatna, þar með talið Flóahrepp.
Skilaréttir fóru fram mánudaginn 30. september.
Hér með eru sauðfjáreigendur í neðri hluta sveitarfélagsins hvattir til að klára smölun og kanna hvort óskilafé er í þeirra eigu.