- Fréttir
- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf og menning
- Flóahreppur
- Hafa samband
- English
- Viðburðadagatal
Dagana 13.-17. maí verða opnir dagar á gámasvæðinu í Hrísmýri á Selfossi. Þessa daga þurfa íbúar, fasteignaeigendur og atvinnurekendur í Flóahreppi ekki að nýta inneingarkortið sitt eða greiða fyrir úrgang sem komið er með á gámasvæðið. Að sjálfsögðu skal flokka úrgang sem komið er með á gámasvæðið eftir bestu getu enda hagur okkar allra að sem minnst falli til af óflokkanlegum úrgangi þar sem hann ber mestan kostnað fyrir okkur öll.
Starfsmenn á gámasvæðinu munu biðja um upplýsingar um hvaðan er verið að koma og er það gert vegna skráningar á magni og til staðfestingar á að sá sem notar þjónustuna sé úr Flóahreppi. Gott getur verið að sýna t.d inneignarkortið því til staðfestingar.
Við hvetjum alla til að taka til í kringum sig og hjálpa okkur við að halda sveitarfélaginu snyrtilegu.
Sérstaklega eru atvinnurekendur hvattir til þess að huga að lausamunum og úrgangi í kringum sína starfsemi.