Matur fyrir eldri borgara í Flóahreppi

Mynd: SBS
Mynd: SBS

Í Flóahreppi er  nú boðið upp á mat fyrir eldri borgara.

Miðað er við þá sem eru 67 ára á árinu og er maturinn í boði í mötuneyti Flóaskóla í Þjórsárveri.

Boðið er uppá að panta mat ákveðna vikudaga og því hægt að skrá sig 1x í viku og upp í 5x í viku, þá daga sem mötuneytið er opið. Tveir möguleikar eru í boði en það er að sækja matarbakka í mötuneyti Flóaskóla í Þjórsárveri eða borða á staðnum í matsalnum. Sækja þarf mat eða borða á staðnum á milli kl. 11:30-12:30.

Gjald fyrir máltíðir fer eftir samþykktri gjaldskrá sveitarstjórnar hverju sinni.

Gjald út árið 2024 er 650 kr. á hvern skammt.

Skráningar fara fram í gegnum ritara Flóahrepps:

Netfang: anna@floahreppur.is

Sími: 480-4370 á milli 9:00-13:00 á virkum dögum.

Á heimasíðu Flóahrepps: Skráning í mat fyrir eldri íbúa SMELLTU HÉR

Mikilvægt er að skrá sig eða gera breytingar fyrir 15. hvers mánaðar vegna komandi mánaðar.

HÉR má sjá þá daga sem matur fyrir eldri borgara er í boði frá október 2024-maí 2024