- Fréttir
- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf og menning
- Flóahreppur
- Hafa samband
- English
- Viðburðadagatal
Í Flóahreppi er nú boðið upp á mat fyrir eldri borgara.
Miðað er við þá sem eru 67 ára á árinu og er maturinn í boði í mötuneyti Flóaskóla í Þjórsárveri.
Boðið er uppá að panta mat ákveðna vikudaga og því hægt að skrá sig 1x í viku og upp í 5x í viku, þá daga sem mötuneytið er opið. Tveir möguleikar eru í boði en það er að sækja matarbakka í mötuneyti Flóaskóla í Þjórsárveri eða borða á staðnum í matsalnum. Sækja þarf mat eða borða á staðnum á milli kl. 11:30-12:30.
Gjald fyrir máltíðir fer eftir samþykktri gjaldskrá sveitarstjórnar hverju sinni.
Gjald út árið 2024 er 650 kr. á hvern skammt.
Skráningar fara fram í gegnum ritara Flóahrepps:
Netfang: anna@floahreppur.is
Sími: 480-4370 á milli 9:00-13:00 á virkum dögum.
Á heimasíðu Flóahrepps: Skráning í mat fyrir eldri íbúa SMELLTU HÉR
Mikilvægt er að skrá sig eða gera breytingar fyrir 15. hvers mánaðar vegna komandi mánaðar.