Losun rotþróa

Seyruverkefnið
Seyruverkefnið

Af gefnu tilefni er hér komið á framfæri orðsendingu frá þjónustufulltrúa seyruverkefnisins.

Seyruverkefnið sinnir ekki hreinsun á rotþróm á veturna, störf hefjast að vori um leið og hægt er að fara með seyru til dreifingar á uppgræðslusvæðið okkar og starfað eins langt fram eftir hausti og hægt er vegna veðurs og færðar.

Þeim sem þurfa á þjónustu að halda, þann tíma sem seyruverkefnið getur ekki sinnt hreinsunum er bent á að hafa samband við Hreinsitækni https://hrt.is/ .

Gott samstarf er við Hreinsitækni sem þekkir okkar svæði vel.

Hreinsitækni innheimtir sjálft, samkvæmt sinni gjaldskrá fyrir veitta þjónustu, seyruverkefnið kemur ekki að þeirri innheimtu.