- Fréttir
- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf og menning
- Flóahreppur
- Hafa samband
- English
- Viðburðadagatal
Flóahreppur óskar eftir að ráða skólastjóra Flóaskóla, grunnskóla Flóahrepps. Skólastjóri ber ábyrgð á starfsemi skólans, rekstri og mannauðsmálum. Hann gegnir lykilhlutverki í mótun skólastarfsins og samstarfi skóla og íbúa. Leitað er að kraftmiklum og lausnamiðuðum leiðtoga með metnað og einlægan áhuga á skólastarfi.
Helstu verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar ásamt rökstuðningi fyrir hæfi til að sinna starfinu.
Laun og starfskjör eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/Skólastjórafélags Íslands.
Nánari upplýsingar veita Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is, og Þórdís Sif Arnarsdóttir, thordis@hagvangur.is.
Flóaskóli var stofnaður haustið 2004 eftir sameiningu þriggja minni skóla. Flóaskóli er heilsueflandi grunnskóli sem þjónar nemendum í 1.–10. bekk og eru nemendur um 115 talsins. Áhersla er lögð á nemendamiðað nám og að hver og einn einstaklingur fái að njóta sín á eigin forsendum. Skólinn starfar í anda Uppbyggingarstefnunnar og er Skóli á grænni grein. List og verkgreinar og önnur skapandi vinna er stór hluti af skólastarfinu og í skólanum er viðhöfð teymiskennsla.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans, floaskoli.is.
Sveitarfélagið Flóahreppur er heilsueflandi samfélag og þar er stutt í alla þjónustu og verslun. Flóahreppur er um 290 km2 að stærð og eru íbúar rúmlega 700. Nánari upplýsingar um sveitarfélagið er að finna á floahreppur.is.
Sótt er um starfið á heimasíðu Hagvangs: Skólastjóri Flóaskóla