Lausar stöður skólaritara og almennra starfsmanna við Flóaskóla

Flóaskóli er staðsettur í Villingaholti í Flóahreppi, í um 20 mínútna akstursfjarlægð frá Selfossi. Í skólanum eru um 110 nemendur í 1.-10. bekk og um 30 starfsmenn. Við skólann starfar öflugur og metnaðarfullur hópur fólks sem vinnur samhent að því að skapa jákvætt og uppbyggjandi vinnuumhverfi, hlúa vel að nemendum og stuðla að því að þeir nái að vaxa og dafna í námi og starfi. Í Flóaskóla er lögð áhersla á einstaklingsmiðað nám, teymiskennslu, leiðsagnarnám og öfluga stoðþjónustu. Mikil áhersla er á list- og verkgreinar. Skólinn er UNESCO skóli, heilsueflandi grunnskóli og þátttakandi í grænfánaverkefninu. Unnið er samkvæmt hugmyndafræði "Uppeldi til ábyrgðar" og unnið er markvisst með samskipti og líðan nemenda. Einkunarorð skólans eru hugur – hjarta – hönd.

Skólaritari við Flóaskóla

Laus er staða skólaritara, 80% starfshlutfall

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Umsjón með daglegum rekstri á skrifstofu skólans
  • Dagleg afgreiðsla og símsvörun
  • Umsjón með skráningu á nemendaspjöldum, innritun nemenda og upplýsingamöppum nemenda
  • Ábyrgð á skjalavistun og viðhaldi skjalavistunaráætlunar
  • Umsjón með viðhaldi búnaðar og er tengiliður skólans við þjónustuaðila s.s. vegna ljósritunarvéla og annars búnaðar
  • Umsjón með umsýslu vegna innkaupa í skólanum, m.a. á ritföngum fyrir nemendur, kennslugögnum og öðru í samráði við kennara og stjórnendur
  • Umsjón með umsýslu vegna innheimtu og skráningu mataráskriftar nemenda og starfsmanna og bókhald vegna mötuneytis og annarra innkaupa
  • Umsjón með skólaakstri og samstarf við skólabílstjóra vegna skólaaksturs
  • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við stjórnendur
  •  

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Stúdentspróf, framhaldspróf eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af sambærilegu starfi æskileg
  • Reynsla af skólastarfi æskileg
  • Góð þekking og færni í helstu forritum Google og Office 365 umhverfinu og góð almenn tölvukunnátta
  • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
  • Skipulögð vinnubrögð og hæfni í samvinnu
  • Frumkvæð, sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Jákvæðni, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Stundvísi og samviskusemi

Almennir starfsmenn við Flóaskóla

Lausar stöður almennra starfsmanna í 50-80% starfshlutfall

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Gæsla í frímínútum
  • Fylgjast með og aðstoða nemendur í leik og starfi
  • Fylgd í skólabíl með nemendum í íþróttir og sund

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi
  • Stundvísi og áreiðanleiki
  • Góð íslenskukunnátta

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

 

Nánari upplýsingar veitir Þórunn Jónasdóttir skólastjóri í síma 7718342 eða í tölvupósti á thorunn@floaskoli.is 

 

Umsóknarfrestur er til og með 21. júní 2024, ráðið verður í störfin frá 1. ágúst 2024.