Laus störf á fasteignasviði Flóahrepps

Flóahreppur auglýsir eftir metnaðarfullu, sjálfstæðu og jákvæðu starfsfólki til að sinna ýmsum fjölbreyttum verkefnum í fasteignum hjá sveitarfélaginu Flóahreppi.

Um er að ræða tvö störf á fasteignasviði Flóahrepps þar sem unnið er í samvinnu við aðra starfsmenn á fasteignasviði undir verkstjórn umsjónarmanns fasteigna í Flóahreppi.

Mikilvægt er að umsækjendur búi á svæðinu þar sem starfið krefst þess að vera nærri vinnustað.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknir um starfið ásamt starfsferilskrá og meðmælum berist í gegnum www.alfreð.is eða með því að senda tölvupóst á hulda@floahreppur.is.

Yfirferð umsókna hefst 15. febrúar 2025 en tekið verður við umsóknum til 28. febrúar ef þörf er talin á lengri umsóknarfresti.

Hlutastarf á fasteignasviði (40-60%) - Smelltu HÉR til að sækja um

Starf á fasteignasviði (80-90%) - Smelltu HÉR til að sækja um