- Fréttir
- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf og menning
- Flóahreppur
- Hafa samband
- English
- Viðburðadagatal
Á hverju ári samþykkir sveitarstjórn fjárhagsáætlun fyrir komandi ár og áætlun fyrir næstu þrjú ár þar á eftir. Fjárhagsáætlun næsta árs er bindandi ákvörðun sveitarstjórnar um allar fjárhagslegar ráðstafanir og áætlun næstu þriggja ára er heildaráætlun sem mótar áherslumál og stefnu til lengri tíma.
Áætlunin næsta árs gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu upp á um 133 milljónir króna.
Álagning á A flokk (íbúðarhús, frístundahús, útihús og mannvirki á bújörðum, jarðeignir og hlunnindi) lækkar úr 0,47% í 0,45% og hefur sveitarstjórn því lækkað álagningu á A flokk úr 0,50% í 0,45% frá árinu 2022. Sorphirðugjöld vegna grunníláta við heimili lækka einnig. Lækkanirnar koma til móts við eigendur íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu en fasteignamat og þar með fasteignaskattur á íbúðarhús hækkar mikið um áramót.
Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar 2025:
Hér má nálgast greinargerð vegna fjárhagsáætlunar 2025-2028 - Greinargerð með fjárhagsáætlun
Hér má nálgast fundargerð 308. fundar sveitarstjórnar - Fundargerð 308. fundar sveitarstjórnar
Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri