Lækkun á álagningu í A flokki og lækkun á sorphirðugjöldum í samþykktri fjárhagsáætlun 2025-2028

Á 308. fundi sveitarstjórnar Flóahrepps var fjárhagsáætlun 2025-2028 samþykkt samhljóða.

 

Á hverju ári samþykkir sveitarstjórn fjárhagsáætlun fyrir komandi ár og áætlun fyrir næstu þrjú ár þar á eftir. Fjárhagsáætlun næsta árs er bindandi ákvörðun sveitarstjórnar um allar fjárhagslegar ráðstafanir og áætlun næstu þriggja ára er heildaráætlun sem mótar áherslumál og stefnu til lengri tíma. 

Áætlunin næsta árs gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu upp á um 133 milljónir króna.

Álagning á A flokk (íbúðarhús, frístundahús, útihús og mannvirki á bújörðum, jarðeignir og hlunnindi) lækkar úr 0,47% í 0,45% og hefur sveitarstjórn því lækkað álagningu á A flokk úr 0,50% í 0,45% frá árinu 2022. Sorphirðugjöld vegna grunníláta við heimili lækka einnig. Lækkanirnar koma til móts við eigendur íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu en fasteignamat og þar með fasteignaskattur á íbúðarhús hækkar mikið um áramót.

 

Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar 2025:

  • Tekjur samstæðu A og B hluta 1.265 milljónir króna
  • Rekstrargjöld A og B hluta 1.083 milljónir króna
  • Afskriftir A og B hluta 41 milljón króna
  • Fjármagnsgjöld A og B hluta 8 milljónir króna
  • Rekstrarniðurstaða A og B hluta jákvæð um 132,7 milljónir króna
  • Áætlað handbært fé frá rekstri A og B hluta um 168 milljónir króna
  • Afborganir langtíma lána áætlaðar 40 milljónir króna (lán Flóaljóss greitt upp)
  • Áætlaðar fjárfestingar í A hluta nema 241 milljón og í B hluta 117 milljónum króna
  • Áætluð viðhaldsþörf innan fasteigna sveitarfélagsins nema um 33 milljónum króna
  • Ekki er gert ráð fyrir lántöku á árinu 2025
  • Útsvarsprósenta óbreytt eða 14,97%
  • Álagning fasteignagjalda í A flokki lækkar úr 0,47% í 0,45%
  • Álagning fasteignagjalda í B flokki óbreytt eða 1,32%
  • Álagning fasteignagjalda í C flokki óbreytt 1,60%
  • 5% hækkun á vatnsgjaldi vegna lágmarks, hámarks og af föstu gjaldi.
  • Sorphirðugjöld við heimili lækka
  • Gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum
  • Aðrar gjaldskrár hækka um 3,5%-5%

 

Hér má nálgast greinargerð vegna fjárhagsáætlunar 2025-2028 - Greinargerð með fjárhagsáætlun

Hér má nálgast fundargerð 308. fundar sveitarstjórnar - Fundargerð 308. fundar sveitarstjórnar

 

Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri