- Fréttir
- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf og menning
- Flóahreppur
- Hafa samband
- English
- Viðburðadagatal
Kvenfélag Hraungerðishrepps fagnar nú 90 ára afmæli en félagið var stofnað 5. mars 1933 af tuttugu og sex konum og hefur það starfað óslitið síðan. Enn í dag er félagið virkt og starfa um þrjátíu konur á öllum aldri í félaginu og ávallt eru grunngildin þau sömu: að láta gott af sér leiða, vera til staðar, styðja og styrkja þar sem þörf er hverju sinni.
Það er skemmtilegt og gefandi að starfa í kvenfélagi þar sem samheldni og samstaða ríkir og allir stefna að því sama þar sem mannauðurinn fær að njóta styrkleika sinna. Nýjar konur eru ávallt velkomnar að taka þátt í starfinu.
Við óskum kvenfélagskonum í Kvenfélagi Hraungerðishrepps til hamingu með afmælið og færum um leið kærar þakkir fyrir allt sem félagið hefur gert fyrir samfélagið okkar.
Sjá nánar um kvenfélag Hraungerðishrepps hér: https://www.floahreppur.is/is/sveitin-okkar/ymis-felagasamtok/kvenfelog/kvenfelag-hraungerdishrepps