- Fréttir
- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf og menning
- Flóahreppur
- Hafa samband
- English
- Viðburðadagatal
UPPLÝSINGAR FYRIR ÍBÚA Í FLÓAHREPPI OG ÁRBORG
VEGNA KIA GULLHRINGSINS 1. og 2. júlí nk.
Keppnin hefst kl. 18.00 laugardaginn 1. jú´li og stendur fram eftir kvöldi. Daginn eftir er svo fjölskylduhringur BYKO og KIA Gullhringsins er þá er hjólaður gamli góði Votmúlahringurinn. Allir eru velkomnir að taka þátt í mótinu og hægt er að skrá sig inn á www.vikingamot.is.
En hér eru upplýsingar fyrir íbúa á svæðunum og hvers þeir megi vænta á laugardagskvöld og um hádegi á sunnudag. Hvar megi búast við umferðartöfum og hvar er hægt að safnast saman og fylgjast með keppninni. Meðlimir ýmissa félagasamtaka munu standa vaktina á þeim stöðum þar sem stýra þarf umferð og loka vegum. Þetta er liður í fjáröflun þessara samtaka og biðjum við vingjarnlega um að þeim verði sýnd virðing og tillitssemi. Vinnum þetta saman.
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ
SELFOSS, FLÓAHREPPUR, STOKKSEYRI, EYRARBAKKI OG SANDVÍKURBYGGÐ.
Kl: 18:00 Gaulverjar 43 km, (B Keppnisflokkur)
Kl: 18:10 Flóaáveitan 43 km, samhjól ekki tímataka (rafmagnsflokkur)
Kl: 18:30 Villingar 59 km, (A keppnisflokkur)
Ræsing mótsins, allra flokka laugardagsins er í Brúarstræti. Keppninni lýkur síðan fyrir framan nýja Mjólkurbúið í hjarta miðbæjar Selfoss. Allir hjólarar laugardagsins koma inn á Selfoss eftir Eyrarbakkavegi, inn á Eyraveg og inn í nýjan miðbæ. Á meðan hjólarar koma inn á Selfoss má búast við lokunum og töfum á umferð við Eyraveg. Þessar tafir verða á tímanum 18:30 til 22:00.
ATH. Lokamark keppninnar er fyrir neðan Selfoss þannig að þátttakendur hjóla EKKI á keppnishraða upp Eyraveginn.
Frá lokamarki keppninar er hjólað í takt við aðra umferð. Markið í miðbæ Selfoss er myndatöku- og gleði mark.
SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ
SELFOSS OG VOTMÚLAVEGUR.
Kl: 12:00 Fjölskylduhringur BYKO og KIA Gullhringsins (12 km samhjól)
Þátttakendur í fjölskylduhringnum munu hjóla gamla góða Votmúlahringinn í hádeginu á sunnudeginum. Leiðin er um 12 km. Ekki er um keppni að ræða heldur svokallað samhjól þar sem allir aldurs- og getuflokkar hjóla saman sér til skemmtunar. Öll hjól, þar með talin rafmagnshjól, eru velkomin og fjölskyldur hvattar til að fjölmenna. Endað verður í pulsu-partýi á BYKO planinu á Selfossi þar sem fulltrúar frá Sonax bóni verða mættir til að kenna öllum að þrífa hjólin, smyrja keðjurnar og bóna með nýrri hjólabónlínu frá þeim sem allir fá að prófa.