- Fréttir
- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf og menning
- Flóahreppur
- Hafa samband
- English
- Viðburðadagatal
Á síðasta fundi sveitarstjórnar var tekin fyrir uppfærð jafnréttisáætlun og jafnlaunastefna fyrir árin 2023-2027.
Í stofnunum þar sem starfa 25 starfsmenn eða fleiri ber að setja sér jafnréttisáætlanir skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Jafnframt er jafnlaunastefna sveitarfélagsins sett fram en Flóahreppur hefur innleitt jafnlaunakerfi frá árinu 2020 sem byggir á jafnréttisáætlun. Jafnlaunakerfið og stefnur ná til allra starfsmanna sveitarfélagsins.
Þessa dagana vinna launafulltrúi og sveitarstjóri að jafnlaunaúttekt sem fer fram af utanaðkomandi aðila þann 19. október næstkomandi.
Hér má nálgast samþykkt jafnréttisáætlun og jafnlaunastefnu fyrir Flóahrepp