Mynd: Ólafur Ingi Ólafsson, Halakoti 2023
Fulltrúar sveitarstjórnar, sveitarstjóri og fulltrúar Íslenska Gámafélagsins kynna ákveðin málefni og svara fyrirspurnum.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
- Kynning á nýjum lögum um meðhöndlun úrgangs og á fyrirkomulagi flokkunar í Flóahreppi
- Nýjar viðmiðunarreglur vegna snjómoksturs kynntar
- Önnur mál / umræður
Nýtt fyrirkomulag á inneignarkortum/klippikortum vegna söfnunarstöðvar úrgangs í Hrísmýri á Selfossi verður einnig kynnt og kortin verða til afhendingar á fundinum. Eftir fundinn geta fasteignaeigendur nálgast kortin á skrifstofu Flóahrepps.
Kaffi á könnunni – Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Fyrir hönd sveitarstjórnar Flóahrepps,
Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Flóahrepps