Grenndarstöðvar við Þingborg og Félagslund fyrir gler, málma og textíl

 

Hjá sveitarfélaginu er grenndarstöðvar fyrir gler, málma og textíl í lokuðum pokum við félagsheimilið Þingborg og Félagslund.

Mikilvægt er að í grenndargáma fari ekki annað en viðeigandi úrgangur. Ekki er ætlast til að dósir og flöskur til endurvinnslu fari í grenndargámana.

Við biðjum þá sem ganga um grenndargámana að ganga vel um gámana, skila textíl í vel lokuðum pokum og passa vel upp á að setja eingöngu viðeigandi úrgang í gámana.