Gleðilega páska

Hér eru nokkrar hugmyndir um útiveru og afþreyingu:

  • Útivist í skógræktarreitunum Skagási og Timburhólum er kjörin um páskana og mjög skemmtilegt að fara í páskaeggjaleit þar!
  • Listasmiðjan Tré og list í Forsæti er opin eftir samkomulagi. Hafið samband í síma 894-4835 eða með því að senda línu hér: https://www.treoglist.is/contact 
  • Útivistarsvæðið í Einbúa er fallegt svæði með tilkomumiklu landslagi á bökkum Hvítár. Munið að fara varlega ef mikil bleyta er á vegum og ekki keyra inn á viðkvæm svæði þar sem forst er að fara úr jörðu.
  • Gönguferð niður að Þjórsárósi neðan við Fljótshóla og í svörtu fjöruna við Atlantshafið er ótrúleg upplifun. Þarna sjást miklir kraftar að verkum!
  • Hægt er að fá sér góðan mat og njóta útsýnis og náttúrufegurðar á 360° hóteli í Hnausi. https://www.south.is/is/thjonusta/360-boutique-hotel 
  • Hótel Vatnsholt býður uppá góðan matseðil og það hentar einstaklega vel að fara með börn þangað enda skemmtileg leiktæki á svæðinu. Hér má sjá matseðil: https://www.hotelvatnsholt.is/resources/restaurant_menu.pdf 
  • Tilvalið að kíkja á æfingasvæðið hjá Golfklúbbi Selfoss og slá nokkrar kúlur til að koma sér í form fyrir sumarið. Einnig er hægt að panta sér tíma í golfhermi í inniaðstöðunni hjá klúbbnum: https://boka.gosgolf.is/ 
  • Svæðið við Þingborg er gott til útvistar og hægt að ganga meðfram Volanum og um svæði Skógræktarfélag Hraungerðishrepps. Við félagsheimilið eru rólur og trampolín.
  • Við Flóaskóla er gervigrasvöllur og góður leikvöllur og svæðið allt einstaklega skemmtilegt til útvistar. Á svæðinu er útsýnispallur sem sýnir fjallasýnina frá svæðinu, líklega einn víðsýnasti staður á Íslandi!
  • Gönguferð um fornu þjóðleiðina Ásaveginn er alltaf skemmtileg en þá er farin um 6 km löng leið á milli Hnaus og Orrustudals.  https://www.south.is/is/stadur/asavegur-thjodleid 
  • Ullarverslunin Þingborg er einstök verslun með hágæða handunnum ullarvörum. https://www.south.is/is/thjonusta/ullarverslunin-thingborg 
  • Hjá vinnustofunni Gallerý Flóa má finna fallega gler og listmuni. Tilvalið að kíkja þangað ef maður þarf að finna fallega gjöf. https://www.south.is/is/thjonusta/gallery-floi 
  • Gott aðgengi er að Flóaáveitunni og bæði hægt að fara gangangi eða á bíl. Finna má upplýsingaskilti úti við veg. https://www.south.is/is/stadur/floaaveitan 
  • Dælarétt er ævaforn hlaðin fjárrétt stutt sunnan við Suðurlandsveg nærri Þjórsárbrú. Réttin hefur verið friðlýst og er talin elsta rétt landsins. 
  • Urriðafoss er vatnsmesti foss landsins. Þar er gott aðgengi fyrir alla og útsýnispallar við fossinn. 
  • Loftstaðahóll er "fjallið eina" í Flóahreppi. Þarna var áður mikil verstöð og sögusagnir af galdramönnum á fyrri öldum. Mikilvægt að ganga vel um svæðið sem er viðkvæmt.
  • Sundhöll Selfoss er opin að hluta um páskana. Flóahreppur er með samstarfssamning um aðgang að sundstöðum í Árborg fyrir börn, ungmenni og eldri borgara. Hér má sjá páskaopnun í Sundhöll Selfoss: https://www.arborg.is/vekjum-athygli-a/sundholl-selfoss-paskaopnun-2024 

Að auki við þessa afþreyingu sem má finna innan Flóahrepps er vert að benda á Byggðasafn Árnesinga á Eyrarbakka og Listasafn Árnesinga í Hveragerði
en þangað er skemmtilegt og fróðlegt að koma.