Íþróttamenn ársins 2022
Um 20 manns mættu á aðalfund Þjótanda mánudagskvöldið 6. febrúar. Fundurinn fór vel fram og ýmislegt var rætt. Ein breyting varð á stjórninni en Magnús St. Magnússon í Hallanda hætti sem ritari og Sveinn Orri Einarsson í Egilsstaðakoti tók við. Þess má geta að Magnús var búinn að vera ritari félagsins frá stofnun þess.
Veitt voru verðlaun á fundinum og var Skólahreystilið Flóaskóla valið "Íþróttamenn ársins 2022" og Markús Ívarsson var "Félagi ársins".