Flóamótið 2024

Okkar árlega Flóamót verður haldið frá kl. 12:00 – 14:00 föstudaginn 30. ágúst á íþróttavellinum við Flóaskóla. Keppt verður í frjálsum íþróttum og að sjálfsögðu verður leikgleðin höfð í fyrirrúmi:

1.-3. bekkur: 60 m hlaup, langstökk, kúluvarp (2 kg), 400 m hlaup

4.-6. bekkur: 60 m hlaup, langstökk, kúluvarp (2 kg), 400 m hlaup

7.-10. bekkur: 80 m hlaup, langstökk, kúluvarp (3 kg), 400 m hlaup


Mótinu líkur áður en skólabílar leggja af stað heim, svo allir sem hafa áhuga geta tekið þátt. Í mótslok verður keppendum og starfsmönnum boðið upp á ís, og úrslit mótsins munu svo birtast í næstu Áveitu.
Ef einhverjir foreldrar eða ömmur/afar geta lagt okkur lið og verið starfsmenn á mótinu væri það afar vel þegið. Svo er um að gera að mæta líka og fylgjast með og hvetja krakkana!

 

Krakkar endilega mætið í Þjótandaklædd í skólann á föstudaginn. Í bolum, peysum eða með Þjótandahúfu 😊

Áfram Þjótandi!