- Fréttir
- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf og menning
- Flóahreppur
- Hafa samband
- English
- Viðburðadagatal
Snjómokstur og hálkuvarnir á bílaplönum við húsnæði og stofnanir sveitarfélagsins veturinn 2024-2025
Í verkinu felst að verktaki sinnir mokstri og hálkuvörnum á bílaplönum við Þingborg, leikskólann Krakkaborg, við Þjórsárver, Flóaskóla og Félagslund ásamt öðrum tilfallandi verkefnum við snjómokstur og hálkuvarnir innan sveitarfélagsins.
Miða skal við að plan við leikskóla, skrifstofur, skóla og Þjórsárver sé mokað fyrir kl 7:45 að morgni alla virkra daga sem mokað er og í samráði við sveitarstjóra ef viðburðir eru í húsunum aðra daga.
Fyrirspurnir og tilboð skulu berast eigi síðar en 4. nóvember 2024 á netfangið hulda@floahreppur.is
Frekari upplýsingar veitir sveitarstjóri Flóahrepps: hulda@floahreppur.is – 480 4370