Nú köllum við eftir rödd íbúa við uppfærslu Sóknaráætlunar Suðurlands fyrir tímabilið 2025-2029. Sóknaráætlun er stefnumörkun sveitarfélaganna fimmtán á Suðurlandi í byggðamálum. SASS hefur umsjón með gerð áætlunarinnar en hún er fyrst og fremst sameiginleg byggðastefna okkar allra, sveitarfélaganna og íbúanna. Tekur hún til allra þátta er kemur að sjálfbærri byggðaþróun; umhverfismála, atvinnu og nýsköpunar og samfélags- og menningarmála. Áætlunin hefur hingað til og mun áfram hafa áhrif á áherslur og markmið Uppbyggingarsjóðs Suðurlands og hvaða áhersluverkefni eru unnin hér á Suðurlandi.