- Fréttir
- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf og menning
- Flóahreppur
- Hafa samband
- English
- Viðburðadagatal
Á fundi sveitarstjórnar þann 4. júlí samþykkti sveitarstjórn Flóahrepps samhljóða breytingu á uppbyggingu á gjaldskrá leikskólans Krakkaborgar í Flóahreppi.
Ný gjaldskrá tekur gildi frá og með 1. ágúst 2023 og byggir á eftirfarandi:
Svokallaður kjarnatími er skilgreindur frá 8:00-14:00 mánudaga – föstudaga og er vistunargjaldið töluvert lægra á kjarnatímanum. Aðrir tímar þ.e frá 14:00-16:00 og frá 7:45-8:00 og 16:00-16:15 bera hærra gjald. 20% álag er sett ofan á vistunargjöld á yngstu deild leikskólans þar sem þörf á mönnun er meiri en á hinum tveimur deildunum. Í nýrri gjaldskrá er verið að minnka muninn á milli gjalda hjá yngstu nemendum og þeirra sem eldri eru, þ.e. gjöld lækka mest hjá yngstu nemendum skv. nýrri tillögu. Gjöld á kjarnatíma lækka töluvert og ekki er um að ræða hækkun fyrir vistunargjöld fyrir þá sem nýta 8-8,5 klst á dag heldur eru gjöldin aðeins lægri fyrir þann vistunartíma sambanborið við þá gjaldskrá sem hefur verið í gildi.
Ekki er verið að leggja til breytingar á fæðisgjaldi og er fæðisgjald í dag fyrir morgunhressingu og hádegisverð á pari við gjald í skólamötuneyti Flóaskóla.
Rökin fyrir því að bjóða upp á kjarnatíma eru meðal annars út frá þörfum ungra barna. Með lægra vistunargjaldi á kjarnatíma er komin hvatning fyrir foreldra og forráðamenn að stytta vistunartíma barna sinna ef kostur er á því og stytta þannig vinnudag ungra barna. Á sama tíma ýtir það undir tengslamyndun barna við foreldra sína en rannsóknir og fræðigreinar hafa í auknum mæli sýnt mikilvægi þess að ung börn eyði meiri tíma með foreldrum sínum til að ýta undir tengslamyndun.
Rekstrarleg rök eru einnig að baki hugmyndinni um kjarnatíma þar sem það getur aukið svigrúm fyrir undirbúningstíma faglærðra starfsmanna þegar færri nemendur eru í húsi í lok dags. Að auki getur þetta gefið ákveðin tækifæri í öðru skipulagi leikskólastarfsins sem snýr að rekstri.
Horft er á að skipulagt, faglegt starf fari fram á kjarnatíma inni á deildum leikskólans.
Breyting verður á systkinaafslætti þannig að afsláttur af þriðja barni breytist úr 95% í 100%. Afslátturinn á einungis við vistunargjöld en ekki fæðisgjöld. Afsláttur reiknast þannig að hæsti afsláttur reiknast af elsta systkini.
Hér má nálgast nýja gjaldskrá sem tekur gildi þann 1. ágúst næstkomandi: