Bókagjöf til þjóðarinnar

Forsætisráðuneytið, í samvinnu við Forlagið, gefur út bók með þjóðhátíðarljóðum og greinum um fjallkonuna 17. júní 2024 sem verði gefin landsmönnum. Bókinni hefur verið dreift um landið og geta íbúar Flóahrepps nálgast hana á skrifstofu Flóahrepps í Þingborg. Einnig verða eintök af bókinni á hátíðarhöldunum í Einbúa til dreifingar. 

Titill bókarinnar er Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær, með vísan til ljóðs Þorsteins Erlingssonar.

Forsætisráðherra ritar formála, greinahöfundar eru; Goddur, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Silja Aðalsteinsdóttir og Áslaug Sverrisdóttir. Þýðingar á formál og útdrætti greina verða á pólsku og ensku.

https://www.stjornarradid.is/raduneyti/forsaetisraduneytid/lydveldi-i-80-ar/vidburdir/stakur-vidburdur/2024/06/17/Bok-um-thjodhatidarljod/