- Fréttir
- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf og menning
- Flóahreppur
- Hafa samband
- English
- Viðburðadagatal
Aukafundur verður haldinn í sveitarstjórn Flóahrepps fimmtudaginn 21. desember kl. 12:00. Fundurinn verður haldinn í fjarfundarbúnaði en sveitarstjóri verður staddur í fundarherbergi í Þingborg og er íbúum velkomið að sitja fundinn þar.
Ástæða aukafundar er samkomulag Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkisins er varðar breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk sem var undirritað þann 15. desember síðastliðinn.
Ekki er um hækkun á heildarálögum á skattgreiðendum að ræða þar sem tekjuskattsálagning lækkar um samsvarandi á móti.
Hér má nálgast fundardagskrá: Fundardagskrá 291. fundur sveitarstjórnar Flóahrepps
Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Flóahrepps